Tilgangur kyrrðarvöku eða kyrrðarstarfs í þéttbýlissöfnuði er að flytja að einhverju leyti reynslu kyrrðardaga inn í ys og þys þéttbýlisins. Tekinn er frá tími til að mæta Drottni, Jesú Kristi, í þögn, bæn, íhugun, djúpíhugun og tilbeiðslu. Unnið er eftir fyrirframgerðri dagskrá í anda norska kyrrðarstarfsins, sem kynnt var á síðasta vori.
Í Árbæjarkirkju verður reynd stysta gerð af kyrrðarvöku (sjá dagskrá), sem að þessu sinni ber merki þess, að langt er liðið á föstu.
Á vordögum er ætlunin að hafa þriðju kyrrðarvökuna á laugardegi, hún mun standa í 4-5 tíma, þar á meðal verður bænaganga.
Þátttaka tilkynnist til Tómasar: tomas.sveinsson@hateigskirkja.is
Árbæjarkirkja miðvikudaginn 28. mars
Dagskrá:
Kl. 20:00 Gengið inn í þögnina í kirkjunni
Kl. 20:20 Kynning – slökun
Kl. 20:30 Íhugun – Fræ í frosti sefur
Kl. 21:30 Persónulegt mat á reynslu kvöldsins
Kl. 21:45 Kvöldbænir