Sá landskunni tónlistamaður Þorvaldur Halldórsson mun leiða tónlistina í guðsþjónustunni þ.18. febrúar. Eins og ykkur er kunnugt þá má ganga að því vísu að þriðja sunnudag í hverjum mánuði er tónlistaguðsþjónusta. Leitast er við að hafa tónlistina fjölbreytta þannig að þessar guðsþjónustur höfði til sem flestra. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlistin í hávegum höfð í tónlistaguðsþjónustunum. Orðið og útlegging þess á alltaf sinn stað hvort heldur í tónlistar eða almennum guðsþjónustum. Fyrir altari á sunnudaginn þjónar sr. Sigrún Óskarsdóttir.