Næstkomandi sunnudag 28. janúar er guðsþjónusta kl.11.00 og á eftir verður fundur með foreldrum fermingarbarna. Á þeim fundi er horft um öxl og litið á það sem framundan er í fræðslu barnanna. Farið verður yfir nöfn og heimilsföng fermingarbarna og dagsetningu fermingar þeirra
sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar í guðsþjónustunni og prestarnir þjóna fyrir altari. sr. Petrína hefur haft veg og vanda með sjálfstyrkingarnámskeiðið síðastliðna laugardaga ásamt prestum og aðstoðarfólki. Viljum við biðja foreldar að gæta að hvort börnin þeirra hafa sótt námskeiðið. Síðustu námskeiðin eru næsta laugardag kl.9-112 og 13.00-16.00. Eitthvað er um að börn/aðstandendur hafa haft samband og látið vita að börnin þeirra sem misst hafa af námskeiðinu hjá sínum bekk komi næsta laugardag og er það auðvitað velkomið að gera það!