Hinn góðkunni söngvari Þorvaldur Halldórsson verður gestur opna hússins félagasstarfs h-eldri borgara í Árbæjarkirkju á morgun miðvikudaginn 10. janúar kl.13.00-16.00. Eins og áður mun hann skemmta með söng og spilamennsku og auðvitað tökum við undir með lögum eins og "Á sjó…" og fleirum lögum. Þetta er fyrsta samveran á nýju ári.
Kyrrðarstund er kl.12.00-12.30 og súpa og brauð á eftir í safnaðarheimili kirkjunnar.