Velkomin á nýjan vef Árbæjarsafnaðar.
Það er búið að taka tímann að koma honum á legg. Lagt var af stað með að hafa hann vel unninn og verður að segjast að vel hafi tekist til.
Á síðunni er auðvelt er að finna það sem hver og einn hefur áhuga á. Svo eitthvað sé nefnt má finna myndaalbúm frá starfi kirkjunnar undanfarin misseri. Myndir munu fylgja hverri frétt og þegar fram í sækir verður hægt að sjá myndskeið og eða beina útsendingar frá guðsþjónustum í kirkjunni.
Sjá og lesa má safnaðarblöð kirkjunnar eitthvað aftur í ár allt til jólablaðsins í ár í pdf formi.
Kannanir verða reglulega um hin ýmsu málefni – eins og "Ferðu í kirkju um jólin" og eða…
Hægt er að skrá sig á póstlista; eins og sjá má á aðalsíðu, og fá reglulega póst um það sem er að gerast í kirkjunni.
Þá er bara að fara og sjá hvað síðan hefur upp á að bjóða. Sjón er sögu ríkrari.
Óskum safnaðarfólki árs og friðar með þökk fyrir samverustundir ársins sem er að líða!