Jólastund sunnudagaskólans og Fylkis kl.11.00 sunnudaginnn 10. desember
Jólastundin er eftir fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 10. desember kl.11.00.
Oft hefur verið þröngt um manninn á þessu jólaballi okkar í safnaðaheimilinu og er það allt í lagi því að kátir sveinar úr Esjuni vilja ekkert annað en að koma í safnaðarheimilið og skemmta sér og börnunum við dans og söng og auðvitað með góðgæti í poka sem aðeins þæg börn fá.
Hver veit nema pabbi og mamma og afi og amma fái eitthvað líka!