Mánudaginn 23. september kl. 20 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
Sr. Þór Hauksson og Sigurður Þórir Þorsteinsson segja frá pílagrímsgöngu sinni eftir Jakobsveginum síðastliðið sumar.
Jakobsvegurinn eða Camino de Santiago er ein þekktasta pílagrímaleið í Evrópu. Hann endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í héraðinu Galisíu á Spáni en hefst þar sem pílgrímurinn leggur af stað.
Jakobsvegurinn hefur verið farbraut manna í meira en þúsund ár og var ein megin pílagrímaleið kristinna manna á miðöldum. Ferð um Jakobsvegin var ein af þremur slíkum sem veittu syndaaflausn samkvæmt kaþólsku kirkjunni.
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]