Vegna þess atburðar í Hraunbænum sem átti sér stað aðfaranótt mánudagsins 2. desember sl. vilja prestar Árbæjarkirkju bjóða íbúum sóknarinnar til samveru í safnaðarheimili kirkjunnar miðvikudaginn 4. desember kl.17.00 til 18.00. Sálfræðingar frá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Rauðakross Íslands ásamt prestum Árbæjarkirkju verða í forsvari þar sem fólki gefst kostur á að ræða saman um líðan sína.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]