Þriðjudaginn 4. febrúar mun Ingibjörg Leifsdóttir, svefnráðgjafi, verða með fræðslu og ráðgjöf um svefn barna.
Foreldramorgnar eru þriðjudaga kl. 10:00 – 12:00 í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju og alla miðvikudaga kl. 9:30 – 11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu (gamla Mesthúsinu) í Norðlingaholti
Notaleg upplifun fyrir foreldra og börn. Boðið upp á morgunverð.
Allir foreldrar hjartanlega velkomnir.
Spennandi dagskrá, uppákomur og fyrirlestar einu sinni í mánuði. Það sem framundan er meðal annars:
4. febrúar í safnaðarheimili Árbæjarkirkju Ingibjörg Leifsdóttir, svefnráðgjafi, verður með fræðslu og ráðgjöf um svefn barna.
11. mars í safnaðarheimili Árbæjarkirkju Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, fjallar um sjálfsstyrkingu eftir barnsburð.
1. apríl í safnaðarheimili Árbæjarkirkju Lone Jensen, verkefnastjóri Þroska- og hegðunarstöðvar, fjallar um agavandamál barna
6. maí í safnaðarheimili Árbæjarkirkju Skyndihjálp barna[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]