Æskulýðsguðsþjónusta kl.11.
Sunnudaginnn 2. mars er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Börn úr 7-9 ára starfinu dansa Tófudansinn. Þórdís Petra Ólafsdóttir flytur atriði Ársels úr SAMFÉS keppninni. Unglingar úr æskulýðsfélaginu saKÚL syngja. Fulltrúar úr TTT starfinu: Jóna María Hjartardóttir, Signý Lára Bjarnadóttir og Phoebe Jaria lesa ritningarlestra.
Brúðuleikhús, söngur og mikil gleði. Ingunn djákni, sr. Sigrún, Valbjörn og Kjartan leiða stundina. Boðið upp á kaffi og safa að lokinni guðþjónustu.
Hjartanlega velkomin!