Septembernámskeið fermingarfræðslunar verður laugardagana 6. og 13. september kl. 9:00-15:00
Með því ljúka fermingarbörnin helming fræðslunnar og standa jafnfætis þeim fermingarbörnum sem sóttu fræðslu í ágúst. Að námskeiðinu loknu, sækja fermingarbörnin einu sinni í mánuði í fræðslutíma yfir vetrartímann. Að auki er þátttaka í helgihaldi kirkjunnar hluti af fræðslunni.
Minnum á að kaupa bókina Con Dios. Einnig minnum við á að koma með nesti með sér báða dagana.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag fermingarfræðslunnar er að finna hér á síðunni undir flokknum fermingar.