Árbæjarkirkja hefur starf fyrir 6 – 9 ára börn á þriðjudögum.  Hóparnir kallast STN, sem eru fyrir börn í 1-3. bekk.

Auk þess er boðið upp á sérstakt starf á þriðjudögum  fyrir börn í 1. bekk (STN yngri) og fyrir börn 2.-3. bekk (STN eldri) í safnaðarheimili kirkjunnar.

Skrá þarf sérstaklega börnin í STN-starfið, en allt barna- og unglingastarf á vegum Árbæjarkirkju er ókeypis. 

DAGSKRÁ STN ELDRI HAUST 2024 (2 og 3 bekkur)

10. september – Kynningar og Leikjafundur
17. september – Limbó
24. september – Blöðrubrjálæði
1. október – Nailed it
8. október – Lifandi slönguspil
15. október – Leikir
22. október – Kynning á jól í skókassa
29. október – Hrekkjavökupartý
5. nóvember – LOKASKILADAGUR – Jól í skókassa
12. nóvember – Spil
19. nóvember – Orrusta
26. nóvember – Jólakort
3. desember – Kartöflukappát
10. desember – Litlu jól