ÞETTA ÞARFTU AÐ KUNNA UTAN AÐ:
Trúarjátningin
Ég trúi á Guð, föður almáttugan,
skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason,
Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey,
píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma
lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda,
heilaga, almenna kirkju,
samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna,
upprisu mannsins og eilíft líf.
Amen.
Faðir vor
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji,
svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin að eilífu.
Amen.
Vertu Guð faðir
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Gullna reglan
Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður,
það skuluð þér og þeim gera.
Matteus 7:12
Litla Biblían
“Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” Jóh. 3: 16
Heimalestur í Con Dios kennslubókinni
Ágúst og september:
6-16 Hver er ég?
34-38 Boðorðin
50-55 Um dauðann og sorgina
60-61 Trú og efi
66-73 Fyrirgefning
Október og nóvember
30-33 Biblían
40-49 Bænin
56-59 Trú og vísindi
24-27 Hvað sagði Jesús-Hvernig getum við hjálpað öðrum?
Desember
16-21 Jesús leiðtogi og fyrirmynd
22-23 Jesús leiðtogi og fyrirmynd
28-29 Jesús leiðtogi og fyrirmynd
Janúar
64-65 Um trúarjátninguna 74-81 Guð
82-87 Baráttan milli Guðs og hins illa
Febrúar
88-93 Kærastar og kærustur