Gönguguðsþjónusta kl.11. Gengið er frá Árbæjarkirkju um Elliðaárdalinn, stífluhringinn og staldrað við á nokkrum stöðum í söng og bæn. Allir eru velkomnir í gönguna og gengið á hraða sem flestum hentar. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar og félagar úr kór Árbæjarkirkju undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár leiða sönginn. Á eftir er messukaffi í kirkjunni.
Gönguguðsþjónusta sunnudaginn 7. ágúst kl. 11Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir2022-07-22T12:24:09+00:00