Hver sá eða sú sem skráður er í Þjóðkirkjuna og flyst í hverfið verður sjálfkrafa hluti af Árbæjarsöfnuði. Ef þú ert í öðru trúfélagi eða stendur utan trúfélaga og vilt ganga í söfnuðinn eru eyðublöð hjá Þjóðskrá sem þarf að fylla út.
- Skráning einstaklings, 16 ára og eldri í þjóðkirkjuna (rafræn skráning á Ísland.is)
- Skráning barns, yngri en 16 ára í þjóðkirkjuna (rafræn skráning á Ísland.is)
Hægt er að fylla eyðublaðið út á netinu, prenta síðan út og undirrita og senda Hagstofu eða sóknarprestinum í Árbæjarkirkju sem tekur slíkum póstum fagnandi og ykkur líka. Vinsamlegast athugið að ef forráðamenn barns eru tveir þurfa báðir að undirrita eyðublaðið. Ef þú ert í vafa um hvort þú sért skráð/ur í Þjóðkirkjuna er hægt að hafa samband við Árbæjarkirkju og fá upplýsingar um það.