Gerast styrktaraðili
Samkvæmt lögum frá 1. nóvember 2021 er heimill frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til lögaðila sem uppfylla tiltekin skilyrði og eru á almannaheillaskrá. Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 – 350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni.
Árbæjarkirkja er á almannaheillaskrá og því eru gjafir til kirkjunnar frádráttarbærar skv. ofangreindu.
Þeir sem vilja gerast styrktaraðilar geta lagt styrk inn á reikning 0113-15-630348, kt. 420169-4429. Til þess að kirkjan geti skráð styrkinn með viðeigandi hætti eru styrktaraðilar beðnir að skrá upplýsingar hér fyrir neðan.