Reynslusporin tólf
- Við viðurkenndum vanmátt okkar vegna aðskilnaðar frá Guði og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.
- Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti gert okkur heil að nýju.
- Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum.
- Við gerðum óttalaust, nákvæman siðferðislegan lista yfir skapgerðareinkenni okkar.
- Við viðurkenndum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur og öðrum einstaklingi yfirsjónir okkar.
- Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla þessa skapgerðarbresti.
- Við báðum Guð í auðmýkt að fjarlægja brestina.
- Við gerðum lista yfir alla þá sem við höfðum skaðað og urðum fús til að bæta fyrir brot okkar.
- Við bættum fyrir brot okkar milliliðlaust þar sem því var við komið, svo fremi sem það særði engan.
- Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust.
- Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum aðeins um þekkingu á því sem hann ætlar okkur og styrk til að framkvæma það.
- Við fundum að sá árangur sem náðist, með hjálp reynslusporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.
Ritningargreinar við Tólf-sporin
- Ég veit að ekki býr neitt gott í mér, það er, í spilltu eðli mínu. Að vilja veitist mér auðvelt, en mig skortir alla getu til góðs. Róm. 7:18
- Því að það er Guð sem verkar í ykkur bæði að vilja og að framkvæma sér til velþóknunar. Fil. 2:13
- Því brýni ég ykkur systkin, að þið vegna miskunnar Guðs bjóðið fram sjálf ykkur að lifandi, heilagri Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn guðsdýrkun af ykkar hendi. Róm.12:1
- Rannsökum breytni vora og prófum og snúum aftur til Drottins. Harmlj. 3:40
- Játið því hvert fyrir öðru syndir ykkar og biðjið hvert fyrir öðru, til þess að þið verðið heilbrigð. Jak. 5:16a
- Auðmýkið ykkur fyrir Drottni og hann mun upphefja ykkur. Jak.4:10
- Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti. I. Jóh.1:9
- Og eins og þér viljið, að aðrir menn gjöri við yður, svo skuluð þér og þeim gera. Lúk. 6:31
- Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar , að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína. Matt. 5:23-24
- Sá er hyggst standa, gæti því vel að sér, að hann falli ekki. I. Kor.10:12
- Látið orð Krists búa með ykkur í allri sinni auðlegð og speki. Kol.3:16a
- Bræður mínir og systur! Ef einhver er staðinn að misgjörð, þá leiðréttið þið, sem andleg eruð, þann mann með hógværð. Og hafið gát á sjálfum ykkur, að þið freistist ekki líka. Gal.6:1